Styrkir og hvatningaverðlaun 2012Tuttugu og sjö einstaklingar hlutu námsstyrki ÞÚ GETUR! árið 2012.
Hvatningaverðlaun ÞÚ GETUR! árið 2012, hlaut Átröskunarteymi
Geðdeildar Landspítala fyrir mikilvæga eflingu í faglegri og sérhæfðri
meðferð við Anorexíu og öðrum átröskunum.
Bragi Þór
Hinriksson kvikmyndagerðarmaður hjá Hreyfismiðjan hlaut sérstakan styrk
til gerðar stuttmyndarinnar HEILABROTINN sem fjallar um ungan mann sem
verður skyndilega veikur á geði og segir frá baráttu hans og fjöslkyldu
hans fyrir bata.
Styrkir og hvatningaverðlaun 2011Sex einstaklingar hlutu námsstyrki ÞÚ GETUR! árið 2011.
Hvatningaverðlaun ÞÚ GETUR! árið 2011, hlutu: 1. Endurhæfing LR, Geðsvið Landspítala, Laugarásvegi 71 Fyrir sérhæfingu í eflingarmeðferð og endurhæfingu. 2. Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu og alþjóðlegur ráðgjafi í geðheilbrigðismálum. Fyrir að beita sér fyrir faglegri stefnumörkun og bættu skipulagi geðheilbrigðisþjónustu.
3. Geðteymi Reykjalundar Fyrir þróun og útgáfu handbókar í Hugrænni atferlismeðferð.
Styrkir og hvatningaverðlaun 2010 Fimm einstaklingar hlutu námsstyrki ÞÚ GETUR! árið 2010. Hvatningaverðlaun
ÞÚ GETUR! fyrir árið 2010, hlaut Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi, fyrir
merkilegar nýjungar í framhaldsmeðferð, eftirfylgni og eflingu eftir
geðræn veikindi Styrkir og hvatningaverðlaun 2009 Fjórir einstaklingar hlutu námstyrki ÞÚ GETUR! árið 2009. Hvatningaverðlaun
ÞÚ GETUR! fyrir árið 2009, hlaut áfallateymi Landspítala við Hringbraut
fyrir að skipuleggja og sinna áfallameðferð á báðamótöku. |