Námsstyrkir‎ > ‎

Að sækja um styrk

Umsóknarfrestur er til 10 september 2011.
Umsókn sendist til: olafur@stress.is eða Ólafur Þór Ævarsson, ÞÚ GETUR!, Lágmúli 5, 108 Reykjavík.
Ekkert sérstakt eyðublað er í notkun en umsókn á að rúmast á 2-3- síðum. 
Umsókn innihaldi:
1. Nafn umsækjanda, kennitölu, heimilisfang, síma og tölvupóstfang.
2. Lýsingu á hvaða nám er sótt um og hvers vegna.
3. Einfalda fjárhagsáætlun. T.d. Námskeiðsgjald, innritunargjald, bókakostnaður osfrv. Umsóknir um skipulagt nám, t.d. í framhaldsskólum, háskólum eða lista- og tækniskólum, gefa frekari möguleika á styrk en einstök námskeið. Miðað er við að veita aðstoð við að ljúka námsáfanga eins og einni önn eða einum námsvetri.
4. Stuðningsbréf frá meðferðaraðila (t.d. lækni, iðjuþjálfa, sálfræðingi eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni) sem þekkir til endurhæfingar- eða stuðningsmeðferðar umsækjanda.
5. Ætlast er til að umsækjandi riti ÞÚ GETUR! stutta skýrslu innan 1 árs, um hvernig styrkurinn hefur nýst honum. 
 
  
Comments