Námsstyrkir

Leiðbeiningar um styrkumsókn 2017

Nú er velkomið að senda inn umsóknir. 
Styrkir eru veittir til náms í framhaldsskólum, háskólum, listgreina- og tækniskólum eða sambærilegum skólum. 


Úthlutunarnefnd tekur einungis til umfjöllunar þær umsóknir sem fylgja eftirfarandi leibeiningum:  

Lestu þessi fyrirmæli því mjög vandlega og farðu vel eftir þeim.

Umsókn á að vera einföld og ekkert sérstakt eyðublað er notað. Umsókn á að vera 2-4 síður og þarf að innihalda eftirfarandi: 

 1. Nafn, heimilisfang, kennitölu, símanúmer og póstfang umsækjanda. 
 2. Einfaldar upplýsingar um að umsækjandi hafi átt við geðræn veikindi að stríða. 
 3. Umsókn skal unnin í samráði við meðferðaraðila og þarf vottorð frá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni að fylgja. Námið er hluti af eflingu og endurhæfingu.
 4. Upplýsingar um hvaða nám er stundað og í hvaða skóla. 
 5. Fjárhagsáætlun um námið. Miðað skal við ákveðinn námsáfanga t.d. eina önn eða eitt námsár. Vinsamlegast tilgreinið einungis námskostnað.
 6. Athugið vel að þetta er námsstyrkur, eingöngu ætlaður til að greiða námskostnað en ekki framfærslu eins og mat og húsnæði.
 7. Umsókn og fylgiskjölum skal skila rafrænt þ.e. senda í viðhengi, á póstfangið olafur@stress.is.
 8. Síðasti skiladagur er 27. september 2017.

Ólafur Þór Ævarsson, formaður stjórnar

Forvarna og fræðslusjóður ÞÚ GETUR, 

Fyrir þá sem fengið hafa styrk

 1. Styrkþegar skili skýrslu um framgang til sjóðsstjórnar innan árs eftir styrkveitingu. Þar skal gera grein fyrir framvindu náms og hvernig fjárveitingu var varið. Senda skal þessar upplýsingar í viðhengi á olafur@ stress.is
 2. Það er ekkert því til fyrirstöðu að sækja um oftar en einu sinni. 
 3. Sjóðurinn býður styrkþegum sem áhuga hafa á, að taka þátt í starfi sjóðsins m.a. í því skyni að miðla reynslu sinni til annarra. Slíkt starf er þó ekki skilyrði styrkveitingar.


Svipmyndir frá tónleikum og styrkveitingu 2010.