Fréttir

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 
10. október 2019 er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum.

Styrktartónleikar ÞÚ GETUR!

verða haldnir fimmtudagskvöldið 10. október 2019 kl 20. í Bústaðakirkju í Reykjavík. Miðasala verður á www.midi.is og við innganginn. Karlakór Kópavogs og fleiri velunnarar ÞÚ GETUR! koma þar fram.

Endilega komið á skemmtilega tónleika og styrkið um leið gott málefni.

Góða skemmtun.Fréttir frá fyrri árum:

Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! hefur nú starfað í 6 ár.

Markmið sjóðsins eru að vinna gegn fordómum og er það gert með fræðslu til aðstandenda, námsstyrkjum til geðsjúkra og hvatningaverðlaunum til fagfólks í geðheilbrigðisþjónustunni.

Samvinna var á milli ÞÚ GETUR! og Endurmenntunar Háskóla Íslands og útvarpsþáttarins Bítið á Bylgjunni um fræðslu fyrir almenning og aðstandendur um geðheilbrigði.

Veittir hafa verið 110 námsstyrkir til einstaklinga sem stunda nám í háskólum og framhaldsskólum.

Hvatningaverðlaun hafa verið veitt þeim sem skarað hafa fram úr í baráttu sinni fyrir geðheilbrigði. Má þar nefna Auði Axelsdóttir, Héðinn Unnsteinsson, Áfallateymi og Átröskunarteymi Landspítala ásamt geðteymi Reykjalundar.

ÞÚ GETUR! hefur einnig og styrkt gerð kvikmyndarinnar Heilabrotinn sem fjallar um hvernig ungur maður sigrast á alvarlegri geðveiki.

Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og byggir starfið á vinnuframlagi sjálfboðaliða. Fjárframlög hafa fengist frá velviljuðum fyrirtækjum og einstaklingum. Haldnir hafa verið fimm styrktartónleikar, þar af tvennir í samvinnu við RÚV með beinum útsendingum. Allir tónlistarmenn sem tekið hafa þátt í tónleikunum hafa lagt fram vinnu sína til styrktar málefninu og er það ómetanlegt og hefur lagt grunn að starfi sjóðsins

Stjórn og framkvæmdastjórn ÞÚ GETUR! vill nota tækifærið til þess að þakka öllum velunnurum og stuðningsaðilum kærlega fyrir ómetanlegan stuðning.Styrkþegar ÞÚ GETUR! 2013.

Innilega til hamingju


Styrkþegar 2013


Stórtónleikar ÞÚ GETUR! 2013


Tónleikarnir í Eldborg þann 15. september í fyrra tókust mjög vel. Þeir voru sýndir á RÚV laugardagskvöldið 12. október.

ÞÚ GETUR LÍKA!

Fræðsla fyrir aðstandendur um geðheilsu og geðsjúkdóma


Ólafur Þór Ævarsson formaður stjórnar ÞÚ GETUR! og 
Jóhanna Rútsdóttir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þegar samstarfssamningurinn var undirritaður í fyrra

Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa áfram samvinnu umi vandaða fræðslu  um geðsjúkdóma undir heitinu Þú getur líka! sem er sérstaklega ætluð aðstandendum geðsjúkra en er þó opin öllum sem áhuga hafa á viðfangsefninu. Helstu sérfræðingar landsins í hverjum sjúkdómaflokki taka þátt og kenna þeir allir í sjálfboðavinnu. Útvarpsþátturinn Bítið á Bylgjunni hefur tekið þátt í þessu mikilvæga samstarfi með umfjöllun og kynningum.

Geðsjúkdómar eru algengir, valda vanlíðan og stundum truflun  á getu hjá einstaklingunum. Við flestum þeirra eru til góðar meðferðir og eflingarmöguleikar. Geðsjúkdómar geta líka valdið miklu álagi á aðstandendur. Fræðsla um eðli sjúkdómanna, viðbrögð gegn veikindum, hvatning til eflingar og upplýsingar  eru lykilatriði til stuðnings aðstandendum

Með þessu samfélagsverkefni vil

ja Endurmenntun HÍ og Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! leggja sitt af mörkum til að styðja við aðstandendur geðsjúkra.

Fyrirlestrarnir verða mánaðarlega og fara fram á fimmtudagsdagskvöldum í vetur. Fræðsludagskrá verkefnisins og tímasetningar má finna hér á síðunni undir flipanum Geðfræðsla og á www.endurmenntun.is. Þátttökugjald er 2000 krónur hverju sinni.

Skráning á fyrirlestrakvöldin fer fram hjá Endurmenntun á endurmenntun eða í síma 525 4444. 

 
Frelsismenið


Frelsismenið er til sölu til styrktar ÞÚ GETUR!. Klara Arnalds hannaði kennimerki ÞÚ GETUR! og Selma Guðmundsdóttir smíðaði það í silfur. Frelsismenið fæst sem hálsmen og bindisnæla/prjónn. Bæði menið og keðjan eru úr silfri sem ekki fellur á. Menið kostar kr. 6000.
 
Sölustaðir:
Gullkúnst Helgu, Laugavegi 13, Reykjavík.
Epal í tónlistarhúsinu Hörpu.
Guðmundur Ísfeld. Spes sveitamarkaður Laugabakka. s:8946776
Blómalindin, Vesturbraut 6, Búðardal.
Gull og Hönnun, Njarðvíkurbraut 9, Reykjanesbæ.
Gullsmiður Dýrfinna Torfadóttir, Stillholti 16, Akranesi.
Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur, Brekkugötu 5, Akureyri.
Hársnyrtistofa Maríu, Hafnarbraut 3, 740 Neskaupsstað

Þeir sem vilja panta menið og fá sent geta haft samband í síma 8650594 eða í netfangið selmagudmunds@simnet.is.
 


Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 2013
Þann 10. október nk. á Alþjóðalega geðheilbrigðisdeginum verður úthlutunarathöfn styktarsjóðs ÞÚ GETUR! 
Athöfnin fer fram síðdegis í Hörpu. Nánari dagskrá mun koma á næstu dögum.

Þá um kvöldið verður stuttmyndin Heilabrotinn sýnd á RÚV.


ÞÚ GETUR! Styður gerð stuttmyndar um geðsjúkdóm


ÞÚ GETUR! Styður Braga Þór Hinriksson hjá Hreyfimyndasmiðjunni við gerð stuttmyndarinnar Heilabrotinn, sem fjallar um það þegar ungur maður í blóma lífsins fær skyndilega geðsjúkdóm eða geðrof og þær afleiðingar og rask sem slíkt hefur í för með sér. Um leið og hún fjallar um skelfilegan sjúkdóm fjallar hún líka um von, traust og kærleika. Hún er byggð á sönnum atburðum sem komu fyrir ungan mann í blóma lífsins, fósturson Braga.
            

        Nýr liðsmaður í verkefnastjórn ÞÚ GETUR!


Við bjóðum hjartanlega velkominn nýjan og öflugan liðsmann
í verkefnastjórn ÞÚ GETUR! Hann heitir Friðgeir Bergsteinsson 
og starfar að undirbúningi styrktartónleikanna í Hörpu 
sunnudaginn 15. september.  
    
ÞÚ GETUR LÍKA! Fræðsla fyrir aðstandendur um geðheilsu og geðsjúkdóma

Forvarna- og fræðslusjóður Þú getur! og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman og sett saman fyrirlestrarröð um geðsjúkdóma undir heitinu Þú getur líka! sem er sérstaklega ætluð aðstandendum geðsjúkra en er opin öllum sem áhuga hafa á viðfangsefninu. Helstu sérfræðingar landsins taka þátt í fræðslunni og starfa þeir allir í sjálfboðavinnu.

Geðsjúkdómar eru algengir, valda vanlíðan og trufla getu sjúklinga. Við flestum þeirra eru til góðar meðferðir og eflingarmöguleikar. Geðsjúkdómar geta líka valdið miklu álagi á aðstandendur. Fræðsla um eðli sjúkdómanna, viðbrögð gegn veikindum, hvatning til eflingar og upplýsingar um geðheilbrigðisþjónustu eru lykilatriði til stuðnings aðstandendum

Með þessu samfélagsverkefni vilja Endurmenntun HÍ og Forvarna- og fræðslusjóðurinn leggja sitt af mörkum til að styðja við aðstandendur geðsjúkra.

Skráning á fyrirlestrakvöldin fer fram hjá Endurmenntun á endurmenntun.is eða í síma 525 4444. 

Dagskrá og skráning er hér www.endurmenntun.isÞÚ GETUR! fær úthlutað styrk úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar  


Úthlutun úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar fór fram 29. nóvember 2011, en þá var tveimur félögum veittir styrkir að upphæð 5 milljónir króna. Eftirtaldir aðilar hlutu hvor um sig 2,5 milljónir króna: 
Forvarna og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! 
Skálatúnsheimilið: Heimili fyrir 39 einstaklinga með þroskahömlun. 

Agna stofnaði Líknarsjóð Ögnu og Halldórs Jónssonar árið 1982 og átti hann að taka til starfa að henni látinni. Hún ánafnaði sjóðnum allar eigur þeirra hjóna og er hlutverk hans að styrkja hvers konar líknarmál á Íslandi.
Stjórn sjóðsins skipa Helgi Jóhannesson, Ingibjörg Magnúsdóttir og Kristján S. Sigmundsson.

Árið 2012 voru veittir 27 námsstyrkir og ein hvatningarverðlaun.
Hvatningarverðlaun ÞÚ GETUR! 2012 voru veitt Átröskunarteymi Geðsviðs Landspítala fyrir eflingu og sérhæfingu þjónustu við sjúklinga með anorexiu og líka sjúkdóma.

Árið 2011 voru veittir tíu námsstyrkir og þrenn hvatningarverðlaun.
Hvatningarverðlaun ÞÚ GETUR! 2011 voru veitt til:

1. Endurhæfing LR, Geðsvið Landspítala, Laugarásvegi 71
Fyrir sérhæfingu í eflingarmeðferð og endurhæfingu.

2. Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu og alþjóðlegur ráðgjafi í  geðheilbrigðismálum.
Fyrir að beita sér fyrir faglegri stefnumörkun og bættu skipulagi
geðheilbrigðisþjónustu.

3.  Geðteymi Reykjalundar
Fyrir þróun og útgáfu handbókar í Hugrænni atferlismeðferð.
Þessir aðilar eru að vinna að úrbótum, aukinni sérhæfingu og eflingu faglegra 
vinnubragða í skipulagi og veitingu geðheilbrigðisþjónustu á
Íslandi. Þau eru framúrskarandi hvert á sínu sviði hérlendis og þó
víðarværi leitað. 27. ágúst 2011. Fullt var út úr dyrum á tónleikunum í Hörpu sem þóttu takast mjög vel. Sjónvarpað var beint frá tónleikunum.
Sjá umfjöllun á visir.is

Júní 2011. Frelsismenið er komið í sölu.

Maí 2011.  Hópur bakhjarla ÞÚ GETUR hefur störf.

Apríl 2011. Ragna Árnadóttir sest í stjórn ÞÚ GETUR!