Námsstyrkir ársins 2016

Fréttatilkynning 21. júlí 2016

 

ÞÚ GETUR! veitir styrki og hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi eflingu geðheilsu og baráttu gegn fordómum.

 

Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! veitir níu einstaklingum námsstyrki. Markmið sjóðsins eru að vekja athygli á mikilvægi góðrar geðheilsu, vinna gegn fordómum og styrkja þá sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða til náms. Allir styrkþegarnir eru í eflingarmeðferð og námi í háskólum, framhaldsskólum, tónlistarskólum eða tækniskólum. Styrkirnir eru veittir í samráði við endurhæfingararaðila og nýtast í skólagjöld, skólabækur, tölvur og annað sem þarf til að ljúka mikilvægum áföngum í námi. Fjármagn sjóðsins byggist á innkomu af styrktartónleikum þar sem helstu tónlistarmenn landsins gefa vinnu sína, sölu Frelsismensins og beinum framlögum fjölda einstaklinga og fyrirtækja.

Hvatningarverðlaun ársins 2016 hlaut Janus endurhæfing fyrir faglega geðendurhæfingu, eflingu geðheilsu og nýsköpun í þjónustu við þá sem átt hafa við alvarleg geðræn veikindi að stríða.

 

Við afhendingu styrkja í dag sagði Ólafur Þór Ævarsson, stjórnarformaður sjóðsins m.a "Öll verk fyrir ÞÚ GETUR! eru unnin í sjálfboðastarfi. Við viljum þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg undanfarinn áratug kærlega fyrir óeigingjarnt og mikilvægt starf. Með því starfi hefur verið unnt að veita á annað hundrað einstaklingum styrk frá ÞÚ GETUR! Það er stórkostlegt að fylgjast með dugnaði þessara einstaklinga og fá að sjá hve miklum árangri þeir ná".

 

Þeim sem vilja styrkja starf sjóðsins er bent á söfnunarreikning Forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! 0336-26-1300 og kt. 621008-0990.

 

Stjórn ÞÚ GETUR!

Ólafur Þór Ævarsson, formaður

Siv Friðleifsdóttir, ritari

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, gjaldkeri

Sigurður Guðmundsson, meðstjórnandi

Pálmi Matthíasson, meðstjórnandi
 

Í ár verður farin ný leið til að finna þá sem mest gagn gætu haft af námsstyrkjum. Haft er samráð við helstu endurhæfingarstaðina um að velja þá einstaklinga sem eru í endurhæfingu og námi og í mestri þörf fyrir námsstyrki.
Því verður ekki mögulegt að senda styrkumsóknir til sjóðsins fyrir árið
2016.
Hvatningaverðlaun ÞÚ GETUR!
eru veitt árlega.
Þau fá þeir einstaklingar, samtök eða meðferðarteymi sem hafa staðið sig sérlega vel í að bæta geðheilbrigðisþjónustuna eða vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. 


Frelsismenið


Frelsismenið er til sölu til styrktar ÞÚ GETUR!. Klara Arnalds hannaði kennimerki ÞÚ GETUR! og Selma Guðmundsdóttir smíðaði það í silfur. Frelsismenið fæst sem hálsmen og bindisnæla/prjónn. Bæði menið og keðjan eru úr silfri sem ekki fellur á.
Verð kr. 8000. 
 
Söluaðilar:

Karen Björnsdóttir, sölustjóri
S:8934075

Gullkúnst Helgu, Laugavegi 13, Reykjavík.

Guðmundur Ísfeld. Spes sveitamarkaður Laugabakka. S:8946776

Violette Meyssonier, Hveragerði.
S:8925869

Þeir sem vilja panta menið og fá sent geta haft samband í netfangið selmagudmunds@simnet.is.

Ef þú vilt styðja starf ÞÚ GETUR! þá er hægt að leggja hvaða upphæð sem er inn á söfnunarreikning:
336-26-1300
Kennitala sjóðsins er 621008-0990

Kærar þakkir fyrir stuðning þinn.